top of page

Kanilsnúðar með rjómaostakremi

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • Jul 14, 2025
  • 2 min read

Þessir kanilsnúðar eru bæði einfaldir og fljótlegir, sniðugir til að grípa með sér í nesti eða hafa með kaffinu. Það er mjög skemmtilegt að baka þá með börnum því það er enginn biðtími og engin hefun. Það þarf bara að hræra deiginu saman, rúlla út í snúða og skella beint í ofninn.


Kanilsnúðar eru alltaf bestir nýbakaðir. Kremið ofan á snúðana er nýji rjómaosturinn frá MS með hvítu súkkulaði sem passar dásamlega ofan á kanilsnúðana.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald í 14-16 snúða:

2 bollar hveiti/275 gr

1 ½ bolli hreint Ísey skyr/365 gr

1 msk lyftiduft/15 gr

smá salt (½ tsk)


2 msk eggjahvíta/30 gr til penslunar

2 msk sykur (eða gervisæta)

1 msk kanill


Setjið hveitið, skyrið, lyftiduftið og saltið saman í skál og hnoðið saman, mér finnst þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Fletjið deigið út í ferhyrning. Penslið deigið með eggjahvítu, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið deiginu upp. Skerið niður í 14-16 snúða. Raðið á bökunarpappír með hæfilegu bili á milli snúða.

Bakið við 180 gráður í 15 -18mín. Ég nota blástursofn.


Það er gott að hafa í huga að þessi uppskrift er gerð með það í huga að bæta próteini í næringuna, deigið á það til að vera klístrað og blautt, bætið þá aðeins meira hveiti við.


Næring í 100 gr af snúðum:

Kolvetni: 38,1 g

Prótein: 11,4 g

Fita: 0,5 g

Trefjar: 1,5 g


Þú finnur þessa skráningu í myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða kanilsnúðar.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af skemmtilegri ferð sem ég fór í með krakkana með kanilsnúða og Kókómjólk í nesti.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

 
 
 

Comments


bottom of page