Þessi kalkúnaborgari er alveg dásamlega góður og gaman að breyta til. Úr þessari uppskrift koma 6 hamborgarar. Ég á ekki hamborgarapressu, það er hægt að gera þessa borgara með því að pressa þá í höndunum.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup.
Innihald: - 600 g kalkúnahakk - 50 g rifinn ostur - 50 g eggjahvíta - 100 g laukur (1 lítill)
- 30 g brauðraspur (eða ein ristuð brauðsneið) - 1 tsk worcestershire sósa
- 2 msk hamborgarakrydd smash style
- salt
Blandið öllu saman í skál og blandið saman með höndunum, það er líka hægt að skella þessu í hrærivélina. Skiptið í 6 jafnþunga parta og myndið borgara. Gott að salta smá þegar borgararnir eru settir á pönnuna. Steikið í um 5 - 6 mín á hvorri hlið, athugið að steikingartími fer svolítið eftir þykkt svo þú gætir þurft að bæta við tímann ef þinn borgari er þykkur.
Næring í einum hamborgara. Kolvetni: 5.8 g Prótein: 25.3 g Fita: 5.1 g Trefjar: 0.8 g
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða kalkúnaborgari.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments