top of page

Kaffiboost

Ekkert jafnast á við gott kaffiboost eftir æfingu, í stað þess að baka bananabrauð úr gömlum bönunum er langbest að frysta þá og nota í boost.

Dásamlegt kaffiboost

Innihald:

130 gr frosinn banani (einn banani)

12 gr döðlur (2 stk)

200 ml möndlumjólk

8 gr kakó (1 mtsk)

30 gr súkkulaðipróteinduft

3 gr instant kaffiduft (1-2 tsk) eða kældur kaffibolli

nokkrir klakar Öllu skellt í blandara og blandað saman. Mér finnst langbest að nota instant kaffiduft í svona kaffiboost, einfaldlega því ég man aldrei eftir að búa til kaffi og kæla það og nenni ekki að bíða eftir að það kólni. Það er líka mjög sniðugt að frysta kaffi í klakaboxi og nota í þetta boost.

Ef þú notar kalt kaffi þá er gott að minnka möndlumjólkina á móti svo þú sért ekki með of mikinn vökva.

Næring í boostinu:

Kolvetni: 44,6 gr

Prótein: 28,4 gr

Fita: 6,5 gr

Trefjar: 7,1 gr


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Kaffiboost.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

bottom of page