top of page

Hrökkbrauðspizzan

Hin eina sanna hrökkbrauðspizza hefur verið gerð á mínu heimili í mörg mörg ár og það alveg ótrúlegt að uppskriftin að henni hafi ekki verið komin hingað inn á síðuna fyrr en núna. Sennilega þar sem þetta er svo einfalt að það er varla hægt að tala um uppskrift, en hér er hún samt.

Það er hægt að nota hvaða hrökkbrauð sem er en mér finnst þetta þríhyrningslaga algjör snilld enda í laginu eins og pizzusneið.

Ótrúlega þægilegur kvöldmatur eða hádegismatur því maður á yfirleitt alltaf allt til í þetta þó það sé ekkert til.

Innihald í 4 litlar:

- 4 hrökkbrauð

- pizzasósa (40 gr)

- rifinn ostur (45 gr)

- pepperoni 4stk

- pizzukrydd


Þú notar hrökkbrauðið eins og pizzabotn og setur á það álegg sem þér finnst gott. Bakar við 200 gráður í 7-10 mínútur eða þangað til osturinn er bráðinn. Tilvalið að auka próteinið með því að nota eldaðan kjúkling sem álegg. Botnarnir mýkjast við eldun en verða samt ennþá smá stökkir.

Dæmi um næringu í 4 sneiðum Kolvetni: 38,4 gr Prótein: 21,2 gr Fita: 16,4 gr Trefjar: 10,9 gr Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða hrökkbrauðspizza.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó pizzuna til.

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page