top of page

Hrísgrjóna vefjur

Hrísgrjóna vefjur er einn uppáhalds rétturinn minn. Það tekur smá tíma að búa vefjurnar til, skera grænmetið niður og gera allt tilbúið, en það er algjörlega þess virði. Mér finnst yfirleitt þægilegra að bera þetta fram á borðið tilbúið, upprúllað svo fólk geti byrjað strax að borða. En það getur líka verið skemmtilegt að leyfa fjölskyldunni að dunda sér við þetta. Innihaldið í rúllurnar fer svolítið eftir hverjum og einum en ég reyni að velja litríkt grænmeti, rauða papriku, grænt kál og rauðkál fyrir litinn. Ég set örþunnar núðlur inn í vefjurnar til að gera þær matarmeiri. Ég nota risarækjur en einnig er hægt að nota annað kjöt/kjúkling eða gera vegan útgáfu og sleppa þá rækjunum.

Aðal málið í þessari uppskrift er sósan, gerið hana eins og uppskriftin segir. Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allar vörurnar sem ég nota.

Innihald:

Hrísgrjónavefjur

Hrísgrjónanúðlur

Risarækjur

Hvítlauksrif til að steikja upp úr og í sósuna

Paprika

Gúrka

Vorlaukur

Ferskur kóríander (fyrir þá sem vilja)


Einnig gott að setja edamame baunir inn í vefjurnar en ég átti þær ekki til.


Hnetusmjörssósan:

40 ml Hoi Sin sósa frá Blue dragon

40 g hnetusmjör

2 tsk límónu safi

1 msk Sriracha hot sósa

1 hvítlauksrif

5 g ferskt engifer

1 msk hrísgrjóna edik Grænmetið allt skorið niður í þunnar lengjur eða litla bita, bara eins og þér finnst best. Hrísgrjónanúðlurnar soðnar og risarækjurnar steiktar upp úr hvítlauk. Mér finnst gott að hafa allt hráefnið tilbúið fyrir framan mig þegar ég byrja að rúlla vefjunum upp.


Ég bý svo til sósuna með því að setja allt hráefnið í blandara og blanda saman, sósan er svo borin fram með matnum.

Fyrir ykkur sem eruð að telja macros þá finnst mér sniðugt að vigta eina vefju og það sem fer í eina vefju og jafnvel skrá inn sem máltíð. Svo reynir þú að gera allar vefjurnar eins og getur þá skráð magnið af vefjunum sem þú færð þér. Svo myndi ég vigta sósuna sér í skál og hafa litla skál með sósu hjá mér á disknum til að dýfa vefjunni í, eða til að hella sósu á vefjurnar mínar.

Næring í 100 g af sósunni:

Kolvetni: 25.7 g

Prótein: 7.4 g

Fita: 14.4 g

Trefjar: 2 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða hnetusmjörssósa. Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til. Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamaggaComments


bottom of page