top of page

Hrekkjavöku chilli

Chilli con carne í hrekkjavöku búningi, svo einfaldur og fljótlegur réttur sem gaman er að bera fram.

Mér finnst oft þægilegt að byrja semma að græja þennan rétt og leyfa honum að malla en það þarf ekki.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með.

Innihald: 1 msk olía

1 laukur 120 g 2-3 hvítlauksgeirar 500 g nautahakk 400 g niðursoðnir tómatar

170 g tómat púrra

20 g fljótandi nautakraftur

100 gr vatn

1 dós nýrnabaunir, vatninu hellt af 240 g

1 tsk salt

1 tsk pipar

1 tsk kúmín

1 tsk chillí, eða eftir smekk

5 - 7 paprikur og smá rifinn ostur Þennan rétt þarf annað hvort að gera á stórri pönnu, pönnu með háum brúnum eða í potti.

Byrjaðu á því að steikja hvítlaukinn og laukinn upp úr olíunni, svo setur þú nautahakkið út á pönnuna og steikir það í gegn og kryddar. Þú bætir svo restinni af innihaldsefnunum út á pönnuna og lætur þetta malla við vægan hita í um 20 mínútur eða lengur. Andlit skorin út í paprikurnar og svo fylltar með hakkblöndunni og ostur settur ofan á. Rétturinn dugar í um 6-7 paprikur eftir stærð, ég var með 5 stk og svo var örlítill afgangur fyrir þá sem vildu meira á diskinn. Paprikurnar eru svo hitaðar í ofni í um 15 - 20 mínútur eða þar til þær mýkjast og osturinn hefur bráðnað.


Ég mæli með að mauka kotasælu með þessu, sjá hér, kotasælublandan eða nota sýrðan rjóma.

Gott að bera þennan rétt fram með hrísgrjónum, nachos og jafnvel guacamole.

Næring í 100 g Kolvetni: 7,4 g Prótein: 9,8 g Fita: 5,2 g Trefjar: 1 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Hrekkjavöku chilli.

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamaggaコメント


bottom of page