Eitt af því sem ég elska eftir góða æfingu er ískalt boost. Mjög þægilegt að skella í þetta eða gera það kvöldinu áður og taka með sér í nesti. Nýja Hleðslan frá MS er með karamellubragði og passar frábærlega vel í þetta boost með kaffiklökunum. Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - gott í matinn.
Innihald fyrir einn:
1 frosinn banani / 120 g
1 fersk daðla / 10 g
250 ml hleðsla með karamellubragði
1 tsk hnetusmjör / 7 g 6-8 kaffiklakar eða klakar og instant kaffiduft Öllu blandað vel saman í blandara. Mjög gott að frysta kaffiklaka til að nota í þetta boost en einnig er hægt að notast við instant kaffiduft. Gott að toppa þetta með kókosmjöli.
Næring í boostinu: Kolvetni: 50 g Prótein: 24.7 g Fita: 5.2 g Trefjar: 4 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó boostið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comentarios