top of page

Suðrænt vanilluboost

Eitt af því sem ég elska eftir góða æfingu er ískalt boost. Þetta boost er líka mjög krakkavænt og sniðug næring eftir skóla eða leikskóla. Einnig mjög sniðugt að gera það kvöldinu áður og taka með sér í nesti.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - gott í matinn.

Innihald fyrir einn: 150 g Ísey vanilluskyr

100 g mjólk 130 g frosinn ananas 75 g frosinn eða ferskur banani Rifinn börkur af límónu

1 límóna


Öllu blandað vel saman í blandara og svo er gott að toppa þetta með smá af rifnum límónuberki eða kókosmjöli.

Næring í boostinu:

Kolvetni: 55 g

Prótein: 20 g

Fita: 2,3 g

Trefjar: 5,6 g Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó boostið til. Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page