Ég hef sjaldan haldist lengi í grænum drykkjum en þessi drykkur er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér undanfarið og er ekkert á útleið.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota. Þessa dagana standa yfir heilsudagar í Hagkaup með ýmsum tilboðum, tilvalið að nýta sér það.
Innihald fyrir einn: 6 - 8 klakar
vatnsglas 1 stilkur sellerí
1/2 - 1límóna 1 msk engiferskot 30 g vanillu próteinduft
Það er bæði hægt að nota whey próteinduft eða vegan prótein, ég sýni bæði í myndbandinu sem fylgir með. Öllu blandað vel saman í blandara.
Drykkurinn inniheldur ekki margar hitaeiningar, en það er einnig sniðugt að bæta banana útí til að gera drykkinn matarmeiri. Næring í drykknum:
Kolvetni: 8 g
Prótein: 23 g
Fita: 1.9 g
Trefjar: 3 g Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó drykkinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments