Hér er einföld uppskrift að pönnuköku sem þú verður að prufa. Það er bæði hægt að borða hana með rjóma eða nota sem brauð og setja ost eða annað álegg á.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.
Innihald:
-1 egg
-40 gr haframjöl
-1 tsk vanilludropar (má sleppa)
-smá salt
-50 ml hleðsla (rauð)
Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og steiktu á lítilli pönnu í nokkrar mínútur. Á meðan þú steikir pönnukökuna er tilvalið að klára restina af hleðslunni eða drekka hana með pönnukökunni.
Næring í einni pönnuköku (50 ml hleðsla)
Kolvetni: 25,7 gr
Prótein: 16,6 gr
Fita: 8,6 gr
Trefjar: 4 gr
Næring í einni pönnuköku (heil hleðsla)
Kolvetni: 38,7 gr
Prótein: 33,4 gr
Fita: 9,6 gr
Trefjar: 4 gr
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða hleðslu pönnukaka. Það eru tvær skráningar, ein með 50 ml af hleðslu og önnur fyrir þá sem drekka restina, og sú skráning inniheldur 250 ml af hleðslu.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó pönnukökuna til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments