top of page

Hádegisvefja úr afgöngum

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • Apr 26, 2021
  • 1 min read

Updated: Nov 22, 2021

Til að vera alveg hreinskilin þá er afgangur af fiski ekki neitt sérlega heillandi. En til að nýta afganga af mánudags fisknum er alveg tilvalið að setja fiskinn í vefju og grilla í hádeginu daginn eftir. Mjög fljótlegt og einfalt.


Innihald:

Ein vefja

120 gr soðin ýsa

40 gr salsa sósa

25 gr rifinn ostur

Salat á diskinn, paprika, tómatur og brokkolí.


Salsasósan sett á helming vefjunnar, fiskurinn og osturinn þar ofaná. Grillað í samlokugrilli, mjög gott að vera með ferskt salat með þessari vefju.


Næring í þessum rétti: Kolvetni: 28,4 gr Prótein: 37,3 gr Fita: 9,1 gr Trefjar: 4,5 gr




Endilega láttu mig vita ef þú prufar þennan rétt með því að tagga mig á instagram @helgamagga





Comentarios


bottom of page