Hádegismatur þarf ekki að vera flókin máltíð, mitt uppáhald er hrökkbrauð með ýmsu áleggi. Hér eru margar hugmyndir af útfærslum af góðri næringu. Magnið fer yfirleitt eftir því hvað ég er svöng hverju sinni en oftast eru það 3-4 sneiðar af hrökkbrauði og jafnvel skyrdós með. Allt þetta er líka einfalt að taka með sér í nesti en ég mæli með því að smyrja það á staðnum rétt áður en hrökkbrauðið er borðað.
Það er hægt að nota hvaða hrökkbrauð sem er og auðvitað hvaða álegg sem er er hér eru nokkrar hugmyndir.
Kotasæla á hrökkbrauð er frábær leið til að auka prótein í máltíðinni, hér er ég einnig með silkiskorna skinku og egg. Punkturinn yfir i-ið er svo sítrónupiparinn.
Hér fyrir neðan er bara kotasæla og silkiskorin skinka, toppað með sítrónupipar.
Hrökkbrað með kotasælu og banana, þessi samsetning kemur virkilega á óvart, þú verður að prufa!
Næring
Ég er ekki með reiknaða næringu í þessum hugmyndum, enda afar misjafnt hvaða álegg ég set á hrökkbrauðið.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments