top of page

Grillaður kjúklingur á grind

Ég hef ekki mikið verið að elda kjúklingaleggi en ég sá þessa eldunaraðferð á kjúklingaleggjum á tiktok um daginn, svo sniðugt og einfalt að ég varð að prófa. Ég hef aldrei séð börnin mín borða jafn mikið af kjúklingaleggjum! Börn geta verið svolítið óútreiknanleg þau borða kannski eitt kvöldið einn legg en svo annað kvöld 6 leggi. Ég var með tvo bakka af kjúklingaleggjum (samtals 1,7 kg) sem ég hélt að væri nóg fyrir 2 fullorðna og 2 börn og eitt pínulítið en nei ég kaupi amk. þrjá næst.

Innihald:

Kjúklingaleggir magn eftir fjölskyldu

Ein sæt kartafla

Nokkrar kartöflur

Brokkolí eftir smekk


Krydd:

Salt og pipar

Hvítlaukskrydd

Kjúklingakrydd


Þetta er í rauninni ein af þessum uppskriftum sem er ekki beint uppskrift en ég vildi samt setja þessa uppskrift hér inn til að sýna hvað þetta er fljótlegt og einfalt. Magnið fer algjörlega eftir þinni fjölskyldu, ég var með eina sæta kartöflu sem ég skar í bita, nokkrar venjulegar kartöflur og spergilkál. Það er ekki þörf á að setja neina olíu á grænmetið því vökvinn af kjúklingnum lekur ofan í eldfasta mótið og mýkir grænmetið þannig upp.


Ég byrjaði á því að skera allt grænmetið í litla bita og setja í eldfast mót, kryddaði vel með salti og pipar og smá hvílauk. Setti þetta svo inn í ofn við 200 gráður í 10 mínútur (aðeins inn á undan kjúklingnum). Ég kryddaði svo kjúklinginn með kjúklingakryddi og hvítlauk. Kjúklingaleggjunum er svo stungið upp í bökunargrind og þú reynir að láta kjúklingaleggina vera alla beint fyrir ofan eldfasta mótið því vökvinn mun leka af leggjunum ofan í grænmetið. Ég setti svo kjúklinginn inn í ofn í um 30 mínútur á sama hita, 200 gráður.

Mæli með að horfa á tiktok myndbandið samhliða þessu til að átta þig betur á eldunaraðferðinni.


Fyrir ykkur sem eruð að skrá inn macros er sniðugt að reyna að vigta sinn skammt sér, kjúklingaleggina hráa (munið að vigta svo beinin eftirá og mínusa frá upphafs tölunni) og vigta grænmetið hrátt í sér fat, eða afmarka sinn skammt í stóra eldfasta mótinu. Hér fyrir neðan er dæmi um kvöldmáltíð hjá mér sem innihélt einnig ferskt salat.


Næst þegar ég geri þennan rétt mun ég klálega gera meira magn, s.s. 3 bakka af kjúklingaleggjum en þá held ég að vökvinn sem kemur af þeim öllum verði mögulega of mikill svo ég mun taka smá vökva af í miðri eldun til að drekkja grænmetinu ekki algjörlega.


Næring minni máltíð:

Kolvetni: 52 gr

Prótein: 50 gr

Fita: 20 gr

Trefjar: 10 gr


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Commenti


bottom of page