top of page

Grænkálssnakk

Ég er farin að sjá brakandi ferskt íslenskt grænkál í verslunum og það þýðir aðeins eitt grænkálssnakk! Grænkál er algjör ofurfæða og þetta íslenska er langbest! Grænkál er stútfullt af vítamínum og næringarefnum. Það er inniheldur ekki aðeins kolvetni og prótein heldur er líka stútfullt af trefjum.

Innihald:


-100 gr grænkál

-1 msk olía

-krydd:

Laukkrydd, chilli, salt, pipar


Skolið og þerrið grænkálið, rífið það af stilknum og í litla bita. Setjið í skál og hellið einni matskeið af olíu yfir og blandið vel svo olían fari um allt kálið. Raðið grænkálinu á ofnskúffu með bökunarpappír og kryddið með því sem ykkur finnst best. Ég nota laukkrydd, chilli, salt og pipar. En ég passa mig að nota ekki of mikið af saltinu.

Það er líka gott að nota næringarger á þetta ef þú átt það til.


Hitið í ofninn og bakið kálið á 140 gráðum í um 20-25 mínútur.


Næring í 100 gr (ath þessi uppskrift varð um 30 gr eftir eldun, við fjölskyldan vorum öll að japla á þessu. Svo það er sennilega raunhæft að borða um 5-10 gr af þessu í einu).

Kolvetni: 30 gr

Prótein: 17,5 gr

Fita: 48,7 gr

Trefjar: 15,5 gr

Smelltu hér til að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó snakkið til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page