top of page

Fiskréttur á pönnu

Ótrúlega góður fiskréttur sem hentar vel þegar þú ert að bjóða fólki í mat. Ég myndi klárlega mæla með hvítvíni með þessum rétti í kvöldsólinni.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.

Ég notaðist við frosna ýsu frá Norðanfiski.


Innihald

700 - 800 g ýsubitar

2 msk ólífuolía

1 laukur

2-3 hvítlauksrif

2 box litlir tómatar

1 krukka kapers

1 msk oregano

2 öskjur ólífur

fiskikrydd frá Mabrúka

salt og pipar

fersk steinselja


Ég lét fiskinn þiðna, það tekur stutta stund um 1 klst. Þú byrjar á því að skera laukinn og hvítlaukinn smátt niður og steikja upp úr olíunni. Svo bætir þú kapers og tómötunum út á pönnuna ásamt smá oregano kryddi og lætur þetta eldast á miðlungs hita í um 10 -15 mínútur eða þar til tómatarnir eru farnir að mýkjast, gott að setja lok á pönnuna ef þú átt það til. Ólífunum er svo bætt út á pönnuna og það er smekksatriði hvort þú setur olíuna af þeim með eða ekki. Þú lætur þetta svo eldast áfram á meðan þú kryddar fiskinn.

Fiskurinn er kryddaður á báðum hliðum með salti, pipar og fiskikryddinu frá Marbrúka. Fiskinum er svo raðað efst á pönnuna ásamt ferskri steinselju og eldað í um 12-15 mínútur á miðlungs hita.


Á meðan fiskurinn er að eldast er tilvalið að sjóða hrísgrjón og útbúa ferskt salat eða jafnvel hita hvítlauksbrauð. Gott að kreista smá sítrónu yfir í lokin.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comentários


bottom of page