top of page

El taco truck nachos

Þessi matarmikli nachos réttur er mjög fljótlegur. Ég elska að borða litríkan mat en nachosið er einstaklega bragðgott og fljótlegt. Passar mjög vel í handboltapartýin. Ég er að nota bæði nautahakk og baunir, bæði edamame baunir og svartar baunir en það er að sjálfsögðu hægt að sleppa nautahakkinu.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við El taco truck á Íslandi en vörurnar fást í Hagkaup og Krónunni.


Innihald:

1 msk olía

1 pakki classic spice mix frá El taco truck

350 g nautahakk

tomato salsita sósa frá El taco truck,út á hakkið (eða habanero salsa frá El taco truck fyrir þá sem vilja vel sterkt)

1 poki bláar nachos flögur frá El taco truck

1 poki hvítar nachos flögur frá El taco truck

200 g edamame baunir

200 g svartar baunir

rauðlaukur eftir smekk

250 g rifinn ostur

paprika eftir smekk

guacamole frá El taco truck

jalapeno lime mayo

cheezy sauce

ferskt kóríander (má sleppa)


Sósurnar frá El taco truck gera allan mat betri, aðrar sósur sem einnig passa mjög vel með eru

habanero salsa sósan á hakkið og yfir réttinn fyrir þá sem vilja vel sterkan mat.

Chili mayo, roasted garlic mayo, chipotle mayo og cheezy jalapeno sause.

Mínar allra uppáhalds eru jalapeno lime sósan og coriander dressingin.


Þú byrjar á því að steikja hakkið upp úr classic spice mixinu, ég notaði rétt rúmlega hálfan pokann. Nachosinu er dreift á bökunarpappír á ofnplötu, hakkið sett yfir og svo edamame baunirnar og svörtu baunirnar, rauðlaukurinn og osturinn. Þetta er svo hitað í ofni við 190 gráður í um 10 - 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Tekið út og þá er paprika og kóríander sett ofan á ásamt sósunum. Borið fram með guacamole frá El taco truck ásamt sósunum. Það er oft gott að bæta smá meiri sósum á hvern bita þegar maður fær sér.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

bottom of page