Þessi réttur er einstaklega fljótlegur og bragðgóður. Eldamennskan tekur um 10 mínútur sem er einmitt sá tími sem það tekur að sjóða spaghettíið. Rétturinn hentar því vel í miðri viku þegar lítill tími er í eldamennsku. Svo er þetta líka mjög sniðugt í nestisboxið.
Uppskriftin miðast við tvo en lítið mál að stækka hana. Hentar einnig vel að hafa t.d. grillaðar kjúklingabringur með.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.
Innihald
200 g grísk jógúrt
1 - 2 hvítlauksrif
1 msk oregano krydd
fersk steinselja
salt og pipar
1 dl vatn
200 g spaghettí
Þú byrjar á því að sjóða spaghettíið, á meðan það sýður blandar þú innihaldsefnunum saman í skál. Gott að kæla spaghettíið aðeins áður en því er svo blandað út í skálina, til dæmis með því að láta kalt vatn renna á það.
Næring í 100 g
Kolvetni: 18,8 g
Prótein: 5,7 g
Fita: 2,6 g
Trefjar: 1 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Einfalt spaghettí.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments