top of page

Einfalt spaghettí

Þessi réttur er einstaklega fljótlegur og bragðgóður. Eldamennskan tekur um 10 mínútur sem er einmitt sá tími sem það tekur að sjóða spaghettíið. Rétturinn hentar því vel í miðri viku þegar lítill tími er í eldamennsku. Svo er þetta líka mjög sniðugt í nestisboxið.


Uppskriftin miðast við tvo en lítið mál að stækka hana. Hentar einnig vel að hafa t.d. grillaðar kjúklingabringur með.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald

200 g grísk jógúrt

1 - 2 hvítlauksrif

1 msk oregano krydd

fersk steinselja

salt og pipar

1 dl vatn

200 g spaghettí


Þú byrjar á því að sjóða spaghettíið, á meðan það sýður blandar þú innihaldsefnunum saman í skál. Gott að kæla spaghettíið aðeins áður en því er svo blandað út í skálina, til dæmis með því að láta kalt vatn renna á það.


Næring í 100 g

Kolvetni: 18,8 g

Prótein: 5,7 g

Fita: 2,6 g

Trefjar: 1 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Einfalt spaghettí.


Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga













Comments


bottom of page