top of page

Einfaldasti kjúklingarétturinn

Þessi réttur er svo einfaldur í eldun, mætti nánast segja að hann eldi sig sjálfur. Mjög næringarríkur og góður. Það tekur um það bil 30 mínútur að skella í þennan. Gott að nota pönnu með háum hliðum eða pott fyrir þennan rétt.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.


Innihald:

1 msk olía

3 - 4 kjúklingabringur 750 g

2-3 hvítlauksrif

100 g sólþurrkaðir tómatar 10 -12 stk

360 g risotto hrísgrjón

900 ml kjúklingasoð úr brúsa

200 ml matreiðslurjómi

salt, pipar, hvítlaukskrydd, paprikukrydd og timían um 1 tsk af hverju kryddi.

fersk basilíka skorin niður og sett yfir hvern disk

parmesan ostur yfir réttinn


Byrjaðu á því að skera kjúklinginn í bita, steikja upp úr olíunni og steikja hann í gegn. Kjúklingurinn er kryddaður með salti, pipar, hvítlauk og timían. Skerðu sólþurrkuðu tómatana í bita ásamt hvítlauknum, bættu þessu tvennu út á pönnuna og steiktu áfram í um 2 mínútur.

Hrísgrjónunum er svo bætt út á pönnuna ásamt 900 ml af kjúklingasoðinu. Blandaðu þessu saman, settu lok á og láttu þetta malla á miðlungs hita í um 20 mínútur. Gott að hræra einu sinni í þessu eftir um 10 mínútur. Þegar 20 mínútur eru liðnar ættu hrísgrjónin að vera soðin. Blandaðu þá matreiðslurjómanum út í réttinn og berðu fram.


Gott að setja ferska basilíku yfir hvern disk ásamt rifnum parmesan osti. Með þessu er gott að hafa hvítlauksbrauð eða nan brauð ásamt fersku salati.



Næring í 100 g

Kolvetni: 14,3 g

Prótein: 10,6 g

Fita: 3,3 g

Trefjar: 0,1 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Einfaldasti kjúklingarétturinn.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page