top of page

Einfaldasti fiskrétturinn

Ég hef búið þennan fiskrétt til oftar en ég get talið en hann er yfirleitt aldrei eins og síðast því ég nota yfirleitt bara það grænmeti sem ég á til hverju sinni. Það er einmitt það besta við hann. Magnið af fisknum fer algjörlega eftir fjöldanum á þínu heimili.

Innihald:

-Þorskur - 650 gr

-Sæt kartafla - 450 gr

-Kartöflur - 400 gr

-Spergilkál - 250 gr

-Hvítlaukur eftir smekk

-1 dós létt kókosmjólk 400 ml

-100 gr rifinn ostur

-1 tsk karrí

-1 msk grænmetiskraftur

-salt og pipar


Byrjið á því að skera grænmetið niður í bita og setja í eldfast mót, kryddið með salti, pipar, karrí og grænmetiskrafti. Kókosmjólkinni er svo hellt yfir og þetta hitað við 200 gráður í 25-30 mínútur. Á meðan er fiskurinn skolaður og skorinn í hæfilega bita. Þegar grænmetið hefur eldast í 25-30 mínútur er fisknum raðað ofan á grænmetið, fiskurinn er kryddaður með salti og pipar eftir smekk og osturinn settur ofan á. Rétturinn er svo eldaður áfram við 200 gráður í 20 mínútur.

Næring í 100 gr:

Kolvetni: 9,9 gr

Prótein: 8,5 gr

Fita: 2,8 gr

Trefjar: 1,1 gr


Kolvetnamagnið í þessum rétti fer algjörlega eftir magninu af grænmetinu sem þú notar hverju sinni.


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Einfaldasti fiskrétturinn.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page