top of page

Dumplings í kókos lime sósu

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • Sep 30
  • 1 min read

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á þessu heimili, einstaklega fljótlegur og bragðgóður.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allt í þennan rétt.


ree

Innihald:

Dumplings (frosið í fyrstinum) magn eftir smekk

2 dósir létt kókosmjólk

1 msk red curry paste

1 - 2 msk soyasósa

1 msk hrísgrjónaedik

1 msk sesamolía

2 hvítlauksrif rifin 

1 tsk engifer rifið 

vorlaukur eftir smekk

safi úr límónu

ferskt kóríander, sesamfræ og chillí eftir smekk


Þú byrjar á því að setja öll innihaldsefnin í eldfast mót og hrærir þeim saman. Gott að smakka örlítið til og ef til vill bæta við soya sósu og curry paste. Frosnu dumplings er svo raðað í eldfasta mótið og rétturinn er svo hitaður við180 gráður í 20 - 25 mínútur.


Á meðan rétturinn er í ofninum eru hrísgrjónin soðin. Mér finnst gott að setja chilli crunch yfir réttinn eða chillí olíu í lokin.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó bollurnar til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

 
 
 

Comments


bottom of page