Doritos húðaðir kjúklingaborgarar
- Helga Gunnarsdottir
- Oct 13
- 1 min read
Þegar við gerum kjúklingaborgara heima hjá mér er ekkert annað sem kemur til greina en að gera þessa einföldu og fljótlegu doritos húðuðu kjúklingaborgara.

Innihald
4 kjúklingabringur
1 doritos poki eða tveir til að hafa til hliðar
1 tsk salt
1 tsk hvítur pipar
1 dl hveiti
2 egg
Hamborgarabrauð, grænmeti á borgarann, doritos salsa sósa og þær sósur sem þú vilt setja á borgarann.
Kjúklingabringurnar eru skornar í tvennt. Blandaðu saman í skál hveiti, salti og hvítum pipar. Settu egg í aðra skál. Blandaðu svo 1 doritos poka í matvinnsluvél, einnig hægt að mylja það með höndunum en ef doritos bitarnir eru stórir þarftu mögulega meira magn en einn poka.
Þú byrjar svo á því að velta kjúklingabringu upp úr hveiti blöndunni, svo eggjablöndunni og að lokum upp úr Doritos mulningnum, kjúklingabringunum er svo raðað á ofnplötu og þær hitaðar í ofni við 190 gráður í 20 - 25 mínútur.
Á meðan er hægt að nýta tímann í að skera niður það grænmeti sem þér finnst best á borgara.
Það er gott að snúa bringunum eftir um10 mínútur en líka í lagi að sleppa því.
Með þessu hef ég yfirleitt franskar en það er líka sniðugt að hafa doritos til hliðar.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó borgarana til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga





Comments