top of page

Coke kjúklingur

Þessi einfaldi kjúklingaréttur er eitthvað sem þið verðið að prófa. Innihaldið kemur skemmtilega á óvart en útkoman er algjörlega frábær. Mjög krakkavænn réttur.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs er í réttinum og passar einnig einstaklega vel með.

Innihald fyrir 4-5 manns:

4 kjúklingabringur 810 g

1 msk olía til steikingar

2 - 3 hvítlauksrif

1 paprika 270 g

púrrulaukur 50 g

3 msk tómatpúrra

2 msk soyasósa

1 msk worcestershire sósa

1 dós Coke án sykurs 330 ml

1 kjúklingateningur

1 dl heitt vatn


Kjúklingurinn skorinn í bita og steiktur á pönnu í smá olíu, hann svo tekinn til hliðar. Hvítlaukurinn og púrrulaukurinn steiktir á pönnu, niðurskorinni papriku bætt út á pönnuna og steikt smá. Tómatpúrru, soya sósu og worcestershire sósu bætt út á pönnuna ásamt einni dós Coke án sykurs. Kjúklingakrafturinn leystur upp í 1 dl af heitu vatni og því svo bætt út á pönnuna. Kjúklingurinn settur út á pönnuna og þetta látið malla í um 25 mínútur. Á meðan er tilvalið að sjóða bankabygg eða hrísgrjón til að hafa með réttinum. Einnig gott að hafa hvítlauksbrauð með.

Næring í 100 g

Kolvetni: 2,7 g

Prótein: 18.3 g

Fita: 2.2 g

Trefjar: 0.2 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Coke kjúklingur.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamaggaComments


bottom of page