top of page

Chipotle skál

Þessi réttur er endurgerð á skál frá veitingastaðnum Chipotle í Bandaríkjunum. Einn af mínum uppáhalds skyndibitastöðum.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með.


Magnið fer eftir stærð fjölskyldu hverju sinni en ég var t.d. með fjórar kjúklingbringur. Skammturinn af sósunni er stór en það má líka nota sósuna daginn eftir á annan mat. Það má leika sér með innihaldið, t.d. bæta við baunum. Ég keypti chipotle paste í Hagkaup.


Innihald:

4 kjúklingabringur

smokey spice mix frá El taco truck

ein dós maís

ferskur kóríander

rauðlaukur

laukur

paprika

kál

2 - 3 límónur

hrísgrjón

guacamole


Sósan:

1 dl vatn

1 dl olía

næstum 1 dl hvítvínsedik (90 ml)

4 msk hunang

2 - 3 hvítlauksrif

safi úr tveimur límónum

2 msk chipotle paste

1 tsk oregano

1 tsk cummin krydd

salt og pipar


Þú byrjar á því að skera kjúklingabringurnar í bita og kryddar þær með smokey spice mix frá El taco truck. Gott að láta kjúklinginn marinerast í kryddinu í um 1 klst.

Vatninu er hellt af maísnum og hann settur í skál, um fjórðungur af rauðlauk skorinn fínt ásamt kóríander og blandað saman við maísinn, magn af rauðlauk og kóríander fer svolítið eftir smekk hvers og eins.

Rauðlaukur, laukur og paprika skorið niður í lengjur og steikt á pönnu þar til allt er orðið mjúkt, um 10 -14 mínútur. Gott að bæta um 50 ml af vatni á pönnuna til að flýta fyrir. Kryddað með salti, pipar og cummin kryddi.

Ég var með tilbúið guacamole frá El taco truck.

Hrísgrjónin soðin og gott að blanda fínt skornum kóríander saman við þau. En það má líka sleppa því. Magn af hrísgrjónum fer eftir hverri fjölskyldu. Raðið öllu í skál og njótið með ískaldri Coke án sykurs.


Næring í 100 g af sósunni:

Kolvetni: 25,4 g

Prótein: 0,6 g

Fita: 19,5 g

Trefjar: 0,6 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til. Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Chipotle sósa. (Skráningin á eingöngu við um sósuna).


Þessi réttur er mjög macros vænn og þægilegt að skrá inn magnið af því sem maður borðar.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Kommentare


bottom of page