top of page

Brokkolí kjúklingabaunasalat sem passar vel með kjúklingi

Þetta salat er mjög gott sem meðlæti með kjúklingi eða eitt og sér, það er líka vegan.


Uppskriftin er eftirfarandi:

150 gr brokkolí

150 gr paprika

210 gr kjúklingabaunir niðursoðnar (ein krukka)

60 gr þurrkuð trönuber


Allt skorið smátt niður og blandað saman í skál. Ég tek hýðið af kjúklingabaununum en það er smekksatriði. Líka mjög gott að setja 25 gr blaðlauk og smá kóríander, ég set það með ef ég á það til.


Sósan: gott að gera hana í blandara, henni er svo hellt yfir salatið og öllu blandað vel saman.

50 gr tahini

sítrónusafi úr hálfri sítrónu (um 30ml)

4-5msk heitt vatn

1 hvítlauksgeiri

10 gr fiber sýróp/maple sýróp (2 tsk)

1 tsk karrý

5 gr ferskt engifer

1/2 tsk turmeric duft

salt og pipar


Næring í 100 gr

Kolvetni: 17,1 gr

Prótein: 3,8 gr

Fita: 4,3 gr

Trefjar: 3,7 gr


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page