Eins og margir vita er brokkolí algjör ofurfæða, ríkt af A, C, E vítamínum, ásamt járni og fólinsýru. Brokkolí inniheldur einnig prótein sem er alltaf kostur.
Ég gufusýð það oft í 7-10 mínútur og hef sem meðlæti með mat því það er auðveldara að borða það þannig heldur en hrátt, sérstaklega fyrir börn.
En þessir bitar eru einnig í algjöru uppáhaldi, einfalt og gott meðlæti með öllum mat.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.
Innihald:
400 g brokkolí
100 g rifinn mozzarella ostur frá MS
Krydd, salt, pipar, hvítlaukur chillí eftir smekk
Þú byrjar á því að skera brokkolíið niður í hæfilega stóra bita og gufusýður það í um 8 mínútur. Því er svo dreift á plötu með bökunarpappír. Því næst tekur þú glas og þrýstir glasinu niður á hvern bita til að fletja brokkolíið aðeins út. Þú dreifir svo rifna ostinum ofan á hvern bita. Með því að fletja það svona út þá tollir osturinn betur á hverjum bita. Bakið við 200 gráður í um 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
Næring í 100 g
Kolvetni: 2,3 g
Prótein: 14,5 g
Fita: 7,2 g
Trefjar: 4,1 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments