Brauðstangir
- Helga Gunnarsdottir
- 6 days ago
- 1 min read
Hér er einföld leið til að búa til brauðstangir úr tilbúna pizzadeiginu frá Toro.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindsay heildsölu.

Innihald:
Toro pizzadeig
3 dl vatn
1/2 dl olía
brauðstangakrydd frá Kryddhúsinu
olía til penslunar eða hvítlaukssmjör inní.
olía eða egg til að pensla brauðstangirnar
Innihaldinu úr pokanum er blandað saman við vatnið og olíuna, hrært saman í hrærivél eða í höndunum. Fínt að leyfa deiginu að standa í smá stund og hefast en ef þú hefur ekki tíma í það er það allt í góðu lagi.
Deiginu er skipt í tvennt og flatt út eins og kassalaga pizzu, penslað inní með olíu eða hvítlaukssmjöri. Brauðstangarkryddið sett yfir allt og deigið svo flett yfir svo þetta verði að stórri samloku. Skorið í 10 - 12 ræmur. Snúið upp á ræmurnar og þær settar á bökunarplötu.
Það sama gert við hinn helminginn af deiginu.
Gott að pensla brauðstangirnar með olíu eða eggi. Brauðstangirnar eru bakaðar við 180 gráður í 13 - 15 mínútur.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó þennan rétt til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga





Comments