top of page

Bounty grautur

Hér er morgungrautur sem minnir á uppáhalds kókos súkkulaðið Bounty. Uppskriftin er fyrir einn en það er einnig mjög gott að skipta uppskriftinni upp í tvær minni skálar og nota sem eftirrétt.

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - gott í matinn.

Innihald fyrir einn:

170 g kókos ísey skyr

2 stk hrískökur / 18 g

1 tsk kókosmjöl 6 g

15 g vanilluprótein (má sleppa)

4 bitar suðusúkkulaði / 18 g

Þú byrjar á því að brjóta hrískökurnar smátt niður í skál og blanda þeim saman við kókos skyrið, kókosmjölið og próteinduftið. Það er ekkert mál að sleppa próteinduftinu, það kemur ekki niður á bragðinu og þú þarft ekki að bæta neinu við í staðinn.

Þú bræðir súkkulaðið varlega og hellir því yfir skálina. Gott að kæla örlítið í ísskáp svo súkkulaðið harðni.


Ef þú ert að gera eftirrétt og skipta uppskriftinni upp í tvær skálar gæti verið gott að bæta aðeins við súkkulaðið svo það nái að þekja tvær skálar.

Næring í grautnum: Kolvetni: 30,5 g Prótein: 31,5 g Fita: 15 g Trefjar: 1 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó grautinn til.

Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page