Þessi réttur er alveg fullkominn í helgarbrunchinn. Nýbakaðar og mjúkar beyglur með grilluðum grill osti frá MS.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.
Uppskrift fyrir 4 beyglur
230 gr hreint skyr (einn bolli)
140 gr hveiti (einn bolli)
10 gr lyftiduft (2 tsk)
Eggjahvíta eða egg til penslunar /15 gr
Grillostur frá MS
Sweet chilli sósa eftir smekk
Hunang og sesam fræ eftir smekk
Öllu hrært saman, ef deigið er mjög klístrað er gott að bæta örlitlu hveiti við. Skiptið deiginu í fjóra parta og myndið beyglur, það er gott að hafa gatið í miðjunni 3-4cm því það minnkar við bökun. Setjið beyglurnar á bökunarpappír svo þær festist ekki við bökunarplötuna.
Penslið með eggjahvítu eða eggi og setjið beyglukrydd ofan á hverja beyglu. Ef þú átt ekki beyglukrydd er líka hægt að nota nota sesamfræ, smá sjávarsalt og hvítlaukskrydd.
Bakið við 175gr í um 25 mín í blástursofni.
Grill osturinn er skorinn í sneiðar og steiktur á pönnu eða grillaður á grilli, grillaður á hvorri hlið þar til hann er orðinn gylltur, í um 3-4 mín á hvorri hlið. Tilvalið að hella sweet chilli sósu yfir ostinn í lokin. Ég smurði beygluna með stöppuðu avocado, setti svo kál, grillaða grillostinn og svo setti ég sesamfræ og smá hunang.
Næring í 100 gr af beyglum:
Kolvetni: 34,3 gr
Prótein: 12,9 gr
Fita: 0,6 gr
Trefjar: 1,3 gr
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga / Besta beyglan.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments