Þessi samloka er fullkomin í hádeginu eða á kvöldin ef þig langar í eitthvað fljótlegt án mikillar fyrirhafnar.
Innihald:
- 100 gr eggjahvíta (eða 2 egg)
- 2 brauðsneiðar
- ostur
- kjúklingaálegg
- tómatur
- salat
- sósa
Þú byrjar á því að setja 100 gr eggjahvítu á pönnu, það má líka vera örlítið meira 120 gr. Leggur tvær brauðsneiðar ofan á og veltir þeim á báðum hliðum upp úr eggjahvítunni og lætur þær bíða á meðan eggjahvítan eldast, eftir um 3 mínútur eða þegar þú getur snúið öllu við eins og pönnuköku. Snúðu brauðunum við og nú eldast hin hliðin á meðan þú raðar álegginu á samlokuna. Ég var að nota sósu frá Callowfit sem heitir fancy garlic sem ég keypti í Bætiefnabúllunni og fæst einnig á fleiri stöðum en það er hægt að nota hvaða sósu sem er. Ég setti samlokuna ekki inn sem skráningu í myfitnesspal eins og með svo margar aðrar uppskriftir enda svolítið misjafnt hvað fólk setur af áleggi á sína samloku og mjög einfalt að skrá þetta inn í appið sitt og vista sem máltíð því treystu mér þú munt gera samlokuna aftur. (Ef þú notar tvö egg í stað eingöngu eggjahvítu þá hækkar fituinnihaldið um 10 gr og próteinið um 3 gr). Næring í einni samloku:
Kolvetni: 35,5 gr
Prótein: 30,2 gr
Fita: 9,9 gr
Trefjar: 3,8 gr Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó samlokuna til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments