Þetta snakk er eiginlega of gott til að vera satt, súper næringarríkt og ekki skemmir hvað það er trefjaríkt. Oft er gott að hafa eitthvað svona snakk við höndina yfir sjónvarpinu eða hvenær sem er. Það er líka mjög sniðugt að setja þetta út á salat til að fá smá kröns og gott bragð í salatið.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allt í þessa uppskrift.
Ég hvet þig til að nota þitt uppáhalds krydd á baunirnar, möguleikarnir eru margir og úrvalið af kryddum í Hagkaup er nánast endalaust.
Innihald:
250 g frosnar grænar baunir frá Dujardin
1 tsk olía
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
chilli eftir smekk
Láttu baunirnar þiðna og blandaðu svo öllum innihaldsefnunum saman í skál. Baunirnar settar á bökunarpappír og bakaðar við 180 gráður í 40 mínútur. Þetta snakk er trefjaríkt svo það er mikilvægt að muna eftir að drekka vatn samhliða.
Næring í 100 g
Kolvetni: 34,7 g
Prótein: 20,3 g
Fita: 6,6 g
Trefjar: 23,5 g
(þetta er lítil uppskrift, ég mæli með að gera tvöfalda, þetta fer hratt).
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó baunasnakkið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments