top of page

Bankabyggs réttur

Þessi réttur er fullkominn fyrir alla og mjög krakkavænn. Fullkomið dæmi um hvernig hægt er að búa til stóra máltíð úr nánast engu. Ég nota t.d. oft bara tvær kjúklingabringur, en það er hægt að leika sér með þessa uppskrift, bæta því grænmeti við sem er til hverju sinni.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með réttinum.

Innihald fyrir fjóra:

200 g ósoðið bankabygg

2 msk sesamolía

1 laukur / 150 g

1-2 hvítlauksrif

140 g grænar baunir

2-3 gulrætur / 115 g

500 gr kjúklingabringur

2 egg

110 g eggjahvítur

salt, pipar, hvítlaukskrydd


Sjóðið bankabyggið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum. Hitið sesamolíu á pönnu við meðalhita, byrjið á því að steikja hvítlaukinn og laukinn, bætið svo hinu grænmetinu út á pönnuna og steikið í um 5-7 mínútur. Ýtið grænmetinu til hliðar til að steikja eggin og eggjahvítuna. Takið af pönnunni og steikið kjúklinginn sér. Gott að krydda kjúklinginn með salti, pipar og hvítlaukskryddi.

Grænmetinu og eggjunum er svo blandað saman við kjúklinginn ásamt bankabygginu þegar það er tilbúið. Berið strax fram.

Mér finnst gott að hafa með þessu soya sósu og sweet chilli sósu.

Næring í 100 gr Kolvetni: 11,3 gr Prótein: 12 gr Fita: 3,3 gr Trefjar: 2,5 gr Þú finnur skráninguna af þessum rétti í myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Bankabyggs réttur


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page