top of page

Bali fiskigrýta

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • 3 days ago
  • 1 min read

Ef þú ert að leita að einföldum og sniðugum fiskrétti þá mæli ég með því að nota Bali kjúklingagrýtuna frá Toro en það má nefninlega einnig nota hana með fiski rétt eins og kjúklingi.

Einfalt og fljótlegt í miðri viku.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindsay heildsölu.

ree

Innihald

Ýsa eða þorskur, magn fer eftir þinni fjölskyldu ég var með um 800 g

2-3 dl vatn

3 dl matreiðslurjómi eða mjólk

1 poki Bali kyllinggryte frá Toro

rifinn ostur til að toppa með

salt og pipar


Auka (má sleppa)

ananas bitar smátt skornir

epli smátt skorið


Þú byrjar á því að blanda saman vatni, matreiðslurjóma eða mjólk á pönnu eða pott ásamt grýtu pokanum frá Toro, ég skar einnig niður ananas og epli og setti út í sósuna en það má sleppa því eða setja annað grænmeti.

Fiskurinn er skorinn í hægilega stóra bita, raðað í eldfast mót. Fiskurinn er kryddaður með salti og pipar. Sósunni er svo hellt yfir fiskinn og rifinn ostur settur á toppinn. Rétturinn hitaður við 180 gráður í um 20 mínútur.

Með réttinum var ég með hrísgrjón og ferskt salat.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó þennan rétt til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


ree



 
 
 

Comments


bottom of page