Ótrúlega góður réttur sem hentar vel í helgarbrunchinn eða í kvöldmatinn þegar þú nennir ekki að elda. Svo ótrúlega einfalt og gott.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald:
ostakubbur frá MS 250 g
10 egg
salt og pipar
basilika fersk eða þurrkuð
súrdeigsbrauð eða annað brauð
eitthvað grænt sem skraut, dill, steinselja, fersk basilíka (má sleppa)
Ostakubburinn og eggin eru sett í eldfast mót ásamt kryddunum, þetta er svo hitað í ofni við 200 gráður í um 10 - 12 mínútur. Þessu er öllu blandað saman þegar rétturinn kemur úr ofninum og smurt á ristað súrdeigsbrauð eða hrökkbrauð. Það er gott að eggin séu ekki alveg full elduð, eldunartíminn gæti verið misjafn milli ofna 8-10 mínútur gætu dugað. Ef eggin full eldast í ofninum er erfiðara að blanda þeim við ostinn en þá má einnig bæta örlítið af ab mjólk út í til að eggin blandist betur við ostakubbinn.
Næring í 100 g
Kolvetni: 0 g
Prótein: 17 g
Fita: 15,8 g
Trefjar: 0 g
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Bakaður ostakubbur með eggjum.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments