top of page

Avocado spaghettí

Í janúar leita margir að góðum, léttum og einföldum vegan uppskriftum. Ég nota mjög oft edamame spaghettí og svartbauna spaghettí þegar ég vil sleppa kjöti en samt vera viss um að fá nóg af próteini í máltíðina.

Í þennan rétt notaði ég edamame og svartbauna spaghettí frá Explore cuisine sem fæst í Hagkaup. Spaghettíið er próteinríkt og því tilvalið til að auka próteinmagn í næringunni. Í þessari uppskrift er einnig sniðugt að blanda saman venjulegu spaghettíi og svartbauna- og edamame spaghettíi.

Þessi réttur er fullkominn fyrir þá sem nenna ekki að elda eða eru í tímaþröng en langar í eitthvað næringarríkt og gott. Þessi réttur er vegan.

Avocado spaghetti macros

Innihald í grænu sósuna

-3-4 lítil avocado 240 gr

- 1-2 hvítlauksgeirar

-fersk basilika 10 gr

-sítrónu- eða limesafi 1 mtsk

-salt og pipar 1 tsk

-150 ml vatn af spaghettíinu


Byrjið á að sjóða spaghettíið eftir leiðbeiningum á kassanum í um 7 mínútur. Á meðan það er að sjóða setjið þá avocado, hvítlauk, basiliku, sítrónusafa, krydd og vatnið af spaghettíinu í blandara eða matvinnsluvél og maukið saman. Smakkið til og bætið ef til vill meira af sítrónusafa útí, eða meira af salti og pipar.


Blandið spaghettíinu og sósunni saman og berið fram með salati og ef til vill hvítlauksbrauði. Einnig er hægt að setja sósu og spaghettí á hvern disk óbandað eða eins og hentar. Skemmtilegt að skreyta diskinn með svörtum sesamfræjum.

Ég nota um 250 gr af spaghettíinu í þessa uppskrift fyrir fjóra.


Græna sósan hentar einnig vel með venjulegu spaghettíi.


Gott ráð til að vita hvenær avocado er tilbúið er að taka litla stilkinn ofan á avocadoinu af, ef þú sérð í grænt þá er það tilbúið. Ef þú sérð brúnt eða hvítt þá er það rotið eða ónýtt, eða á ekki mikið eftir.

Ég kaupi oft lítil avocado í neti, ef þau eru hörð hef ég þau á borði við hliðina á bönunum í 2-3 daga eða þar til þau verða mjúk. Þau þroskast hraðar við hliðina á bönunum. Þegar þau eru orðin mjúk set ég þau inn í ísskáp til að lengja geymsluþolið.

Næring í 100 gr af grænu sósunni:

Kolvetni: 1,6 gr

Prótein: 1,5 gr

Fita: 8,7 gr

Trefjar: 5,6 gr


Í 100 gr af svartbaunaspaghettíi eru 45,3 gr af próteini, 14,3 gr kolvetni, 5,3 gr fita og 19,6 gr trefjar

Í 100 gr af edamamespaghettíi eru 42,2 gr af próteini, 13,1 gr kolvetni, 6,6 gr fita og 23,3 gr trefjar


Þessi færsla er unnin í samstarfi við heildverslunina Lindsay sem flytur inn Explore cuisine vörurnar, sem fást í Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni.


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða "avocado spaghettísósa", athugaðu að það er eingöngu skráning fyrir sósuna. Þú skráir svo spaghettíið sér.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó þennan rétt til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page