top of page

Áramótabrauð

Fullkominn réttur til að bjóða upp á um áramótin, um miðjan dag, á miðnætti, daginn eftir eða hvenær sem er. Í þessa uppskrift er ég að sjálfsögðu að nota skyrpizzu deigið sem er svo einfalt, þarf ekkert að hefast bara henda þessu saman og baka. Mjúkar brauðbollur með Jóla Brie í miðjunni til að fagna nýja árinu.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald: -2 bollar hveiti / 280 g -2 bollar hreint skyr / 460 g -1 msk lyftiduft / 15 g - Jóla Brie / 135 g - egg til penslunar Byrjaðu á því að búa til deigið með því að hræra öllu saman nema ostinum. Skiptu deiginu í 30 parta. Skerðu ostinn niður í litla bita, fín stærð er 4 - 5 g ef ostbitarnir eru mikið stærri þá lekur osturinn út úr bollunum. Ostbiti settur inn í deig og kúla mynduð. Raðaðu kúlunum upp í 23. Penslið bollurnar með eggi, myndið 23 á plötunni og bakið í 10-12 mínútur við 180 gráður. Gott að stilla á grillið síðustu 2-3 mínúturnar. Það er mjög gott að strá fersku rósmaríni yfir og skreyta með því ásamt granateplafræjum. Bollurnar eru bestar nýbakaðar og algjörlega himneskar með smá sultu.

Ég hef prófað að búa þennan rétt til daginn áður og baka svo daginn eftir og það virkar vel.

Þessi uppskrift dugar til að búa til tvo tölustafi, tilvalið að tvöfalda uppskriftina til að gera 2023.

Næring í 100 g:

Kolvetni: 20.8 g

Prótein: 10.3 g

Fita: 5 g

Trefjar: 0.8 g Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó brauðið til. Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Áramótabrauð.

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga



bottom of page