top of page

30 sekúndna kaka

Það tekur þig 30 sekúndur að baka þessa köku í örbylgjuofni og sennilega um 2-3 mínútur að hræra öllum innihaldsefnunum saman. Kaka sem er bökuð í örbylgjuofni í bolla eða lítilli skál er aldrei að fara að líta vel út á mynd, en hér er skásta myndin úr bunkanum.

Innihald í eina köku:

- 20gr súkkulaðipróteinduft

-10gr haframjöl malað

- 5 gr kakó (1tsk)

- 1/2 tsk lyftiduft

- 5 gr sykurlaust sýróp

- 50ml möndlumjólk (eða önnur mjólk)

- 7gr suðusúkkulaði (eða annað súkkulaði)


Setjið öll innihaldsefnin í bolla eða litla skál og hrærið saman. Skerið súkkulaðið í hæfilega bita og bætið út í síðast.

Hitið í örbylgjuofni í 30-40 sekúndur. Mér finnst betra að baka kökuna stytta (30sek) svo hún sé enn smá blaut.


Athugaðu að þú þarft styttri tíma ef þú ert að baka kökun í skál, alls ekki lengur en 30 sek því annars verður hún þurr.


Næring í einni köku:

Kolvetni: 18,1 gr

Prótein: 18,5 gr

Fita: 5,2 gr

Trefjar: 3 gr


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó kökuna til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page