Þessi grautur er mjög einfaldur, fljótlegur og góður.
Innihald fyrir einn:
- 50 gr haframjöl
- 5 gr chia fræ
- 1 bolli soðið vatn
- 20 gr rúsínur
- 23 gr próteinduft með vanillubragði
- 50 gr frosin ber, bláber/hindber
Mér finnst einfaldlega langbest að byrja daginn á hafragraut, þessi grautur er næringarríkur og góður og gefur mér góða orku inn í daginn. Það sem ég geri er að blanda saman haframjöli, chia fræjum og rúsínunum, helli yfir þetta sjóðandi heitu vatni og læt bíða í um 5 mínútur.
Eftir að grauturinn hefur tekið sig í nokkrar mínútur bæti ég próteinduftinu út í grautinn og blanda vel, að lokum eru frosnu berin sett út á.
Ef þú ert í tímaþröng á morgnana er tilvalið að setja haframjölið, chia fræin og rúsínurnar í skál kvöldinu áður, þá er ekkert eftir nema hella heitu vatni yfir og blanda svo restinni samanvið.
Næring í einni skál:
Kolvetni: 48 gr
Prótein: 26 gr
Fita: 6,3 gr
Trefjar: 10,3 gr
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments