Þessar kotasæluvöfflur eru fullkomin næring í morgunmat eða í nestisboxið. Þessar rjúka út á mínu heimili.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.
Innihald í um 12 stk
150 g kotasæla 3 dl
80 g haframjöl 2 dl
2 egg
1 tsk lyftiduft
1 msk husk (má sleppa)
200 ml léttmjólk
Blandið innihaldsefnunum saman í blandara eða matvinnsluvél og bakið í vöfflujárni. Ef deigið er of þykkt er gott að bæta örlítið meiri mjólk saman við deigið.
Vöfflurnar eru mjög góðar með osti, skinku og grænmeti og einnig hægt að borða þær með sultu og rjóma.
Næring í 100 g
Kolvetni: 21,3 g
Prótein: 17,9 g
Fita: 9 g
Trefjar: 4,1 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó vöfflurnar til.
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða kotasæluvöfflur.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments