top of page

Grillspjót

Grillað grænmeti er algjörlega fullkomið meðlæti með grillmatnum um verslunarmannahelgina. Það er hægt að græja spjótin og marineringuna heima og taka með sér í útileguna. Að marinera grænmetið gefur því alveg einstakt bragð. Ég reyni að nota litríkt grænmeti en það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er. Ég valdi sérstaklega regnbogalitað grænmeti því nú styttist í Gay Pride hátíðina.

Með grillspjótunum var ég með lambagrillsneiðar með kryddsmjöri og sérvalda pipar grillsósu frá Hagkaup.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allar vörurnar sem ég nota.

Innihald í um 12 - 13 grillspjót: 3 - 4 paprikur rauðar og gular

2 kúrbítar

1 box sveppir

2 rauðlaukar

Marinering: 1 /4 bolli olía

2 msk balsamik edik

2 hvítlauksrif

1 msk dijon sinnep

1 msk pestó

safi úr lime

salt og pipar Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og svo penslað á spjótin. Gott að láta þetta marinerast í um 1 klst fyrir eldun. Grillið við meðalhita í um 18 - 20 mínútur. Það er einnig hægt að setja grænmetið með marineringunni á álbakka og grilla það þannig, en þá gæti þurft að bæta örlítið við eldunartímann. Þessi skráning er ekki í Myfitnesspal appinu.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Opmerkingen


bottom of page