top of page

Bökuð graskersfræ

Endilega prufið þessa uppskrift þegar þið eruð að skera út úr graskeri fyrir hrekkjavökuna. Það er líka skemmtilegt að gera þetta með krökkunum. Lyktin sem kemur í húsið er líka dásamleg.Uppskriftin er fiturík en það má sleppa olíunni, ég ætla að prufa það næst.


Innihald:

-Graskersfræ úr einu graskeri (132gr)

1 tsk olía/má sleppa og hafa fræin blaut

1 mtsk kanill

1 mtsk sykur eða gervi sæta

Smá vanilluduft eða vanilludropar

Smá salt


Byrjið á að skola graskersfræin og þerra þau aðeins. Setjið fræin í skál og blandið öllum innihaldsefnunum saman í skál og setjið á bökunarpappír.

Bakið við 160gr í 25 mínútur, (ég var með minn ofn stilltan á blástur. )


Næring í 100gr (heil uppskrift var 108gr)

Kolvetni: 31,7 gr

Prótein: 44,7 gr

Fita: 61 gr

Trefjar: 9,4 gr


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó graskersfræin til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page