top of page

Uppáhalds skyrskálin mín

Ég borða hættulega mikið af þessari einföldu skyrskál, enda holl og góð og tilvalin eftir æfingu.

Innihald í einni skál -150 gr hreint skyr -120 gr létt ab mjólk -10 gr sukrin gold -60 gr banani -60 gr frosin hindber -50 gr frosin bláber -10 gr hampfræ (eða múslí) Ég blanda saman skyrinu, ab mjólkinni og sukrin-inu, svo sker ég niður ávextina frekar smátt, ég nota bæði ferska og frosna ávexti í skálina. Mér finnst mjög gott að hafa frosna ávexti í bland við þá fersku en frosnu ávextirnir eru fljótir að þiðna í skálinni. Skálin er sjaldnast eins hjá mér og ég set einfaldlega þá ávexti sem ég á til hverju sinni eða nota eitthvað sem börnin mín hafa skilið eftir. Mér finnst mjög gott að nota ferskan ananas, epli eða kíwí ef ég á það til. Næring í einni skál: Kolvetni: 34,8 gr (auðvelt að auka kolvetnin með meira magni af ávöxtum) Prótein: 27,6 gr Fita: 6,8 gr Trefjar: 9 gr Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page