top of page

Próteinmöffins

Þessar kökur eru ljómandi góðar einar og sér en svo er líka gott að setja sykurlaust súkkulaðismjör ofaná þær. Til að auka próteinmagnið enn meira er líka gott að nota skyr, til dæmis creme brulee skyrið, smyrja því ofaná og nota sem krem.



Uppskriftin er eftirfarandi:

300 gr eggjahvíta

220 gr kotasæla

130 gr banani (einn vel þroskaður banani)

120 gr haframjöl

60 gr próteinduft með vanillubragði eða öðru nutral bragði

30 gr döðlur

1 msk kanill

10 gr vanilludropar 1-2 tsk

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi


Mér finnst langbest að setja allt í blandarann, blanda saman og hella í formin. Baka við 180 gráður í 20 mínútur.


Þegar ég baka eitthvað í stykkjatali og set það inn sem uppskrift í myfitnesspal finnst mér best að vigta kökurnar þegar ég set í formin svo þær séu allar nákvæmlega jafn stórar, þá veit ég nákvæmlega næringuna í einni köku. Úr þessari uppskrift fékk ég 21 köku (um 41 gr í hvert form).


Næring í einni köku:

Kolvetni: 6,9 gr

Prótein: 5,9 gr

Fita: 1,1 gr

Trefjar: 1 gr


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

bottom of page