Doritos húðaðar vefjur
- Helga Gunnarsdottir
- Jul 15
- 1 min read
Doritos húðaðar vefjur sem þú verður að prófa
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Doritos.

Innihald
1 poki Doritos
10 vefjur minni gerðin eða ca. 6 stærri
bbq sósa um 1-2 dl
Það innihald sem þú vilt hafa í vefjuna
Þú byrjar á því að setja Doritos poka í matvinnsluvél og mylja það niður. Einnig er hægt að setja doritosið í poka og kremja það með höndunum. Einni hlið á vefjunum er svo dýft í bbq sósu og svo næst í doritos mulninginn. Vefjurnar svo lagðar á ofngrind með doritos hliðina út. Bakið við 180 gráður í 10 - 12 mín. Mæli með því að skoða myndbandið við þessa færslu sem er hér.
Þú setur svo það innihald í vefjurnar sem þú vilt, ásamt salsa sósu.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga





Comments