Þessi grautur minnir mig helst á gulrótarköku, það tekur 20 mínútur að baka hann í ofni. Ég gerði margar tilraunir með að baka hann í örbylgjuofni en það kom ekki nógu vel út. Alveg vel þess virði að bíða eftir þessum.


Grautur fyrir einn:
40 gr haframjöl
50 gr banani
35 gr rifin gulrót (ein)
1 tsk kanill
Matarsódi og salt á hnífsoddi
120 gr eggjahvíta
100 gr léttmjólk eða önnur mjólk
Byrjið á því að rífa niður gulrótina og stappa bananann, blandið svo restinni saman í skál sem má hita í ofni eða í litlu kökuformi.
Hitið grautinn við 180 gráður í 20 mínútur.
Það gæti þurft lengri eldunartíma eftir ílátum sem þið bakið grautinn í, skálin á myndinni er 19 cm á breidd.
Næring í grautnum
Kolvetni: 43,6 gr
Prótein: 19,5 gr
Fita: 5 gr
Trefjar: 7,4 gr
Það er líka mjög gott að setja rúsínur út í grautinn til að fá meiri sætu. Ég á yfirleitt alltaf til eggjahvítur í brúsa sem ég nota einmitt í þennan graut, en það er líka í góðu lagi að nota tvö egg.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga