top of page

Sumarlegt kartöflusalat

Einstaklega gott og næringarríkt kartöflusalat sem er gott meðlæti með öllum mat, sérstaklega grillmatnum.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.


Innihald:

800 g kartöflur

180 g grísk jógúrt

2 msk sinnep frá Svövu

2 msk hunang

safi úr einni sítrónu

hálfur skallottlaukur 50 g

2-3 litlar súrar gúrkur 130 g

hálft granatepli 80 g

150 g grillostur frá MS

ferskt dill eftir smekk niðurskorið

salt og pipar


Þú byrjar á því að sjóða kartöflurnar í um 20 mínútur og kæla þær svo. Á meðan er innihaldsefnunum blandað saman í skál, laukurinn skorinn smátt niður ásamt súru gúrkunum og dillinu. Vatninu er svo hellt af kartöflunum og þær látnar kólna örlítið. Skornar í hæfilega bita og þeim blandað út í skálina. Grillosturinn er rifinn niður með rifjárni og hann svo grillaður á pönnu, fínt að grilla hann í tveimur hollum á pönnunni svo hann festist ekki allur saman. Í lokin er grillaða grillostinum blandað saman við salatið og gott að skilja smá eftir af bæði grillosti og granatepla fræjum til að skreyta salatið með.


Næring í 100 g

Kolvetni: 16,4 g

Prótein: 5 g

Fita: 4,2 g

Trefjar: 1,8 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Sumarlegt kartöflusalat.


Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page