top of page

Mozzarella fiskréttur

Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku.


Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti hef ég hrísgrjón eða bankabygg. Uppskriftin er fyrir 4 - 5 manns.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:

860 g ýsuflök

180 g rautt pestó

1 dós mozzarella perlur

10 - 12 döðlur / 110 g

basilika handfylli

salt og pipar


Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita. Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar. Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana. Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn. Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.


Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur. Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.


Næring í 100 g

Kolvetni: 5,7 g

Prótein: 16,6 g

Fita: 8,9 g

Trefjar: 1,1 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Mozzarella fiskréttur


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó fiskréttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page