Ég vona að allir séu búnir að prófa ostaköku grautinn, hér er ný útfærsla af þessum graut.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup, þar færð þú allar vörurnar sem ég er að nota.
Innihald í einn graut:
2 stk weetabix prótein
1 tsk sukrin gold / 5 g eða önnur sæta
100 ml léttmjólk eða önnur mjólk
1 msk sítrónu/lime sulta frá Dalfour / 15 g
120 g vanilluskyr
25 g sítrónu próteinduft frá Qnt
10 g hvítt súkkulaðismjör frá Proteinella 1 tsk
Þú byrjar á því að brjóta niður tvær weetabix kökur í skál ásamt sukrin gold og léttmjólkinni. Stappaðu þessu saman í skál og þjappaðu niður líkt og botn í ostaköku og settu sultuna yfir botninn. Í aðra skál blandar þú saman skyrinu og próteinduftinu og hellir því svo yfir botninn. Að lokum setur þú eina tsk ofan á grautinn af hvíta súkkulaðismjörinu.
Næring í grautnum: Kolvetni: 48.7 g Prótein: 43.7 g Fita: 7.5 g Trefjar: 10 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó grautinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments