Þetta sumarlega maíssalat er ótrúlega ferskt og passar einstaklega vel með grillmatnum. Salatið passar einnig vel á taco og svo var ég með það í fertugs afmælinu mínu um daginn þá á grilluðu snittubrauði, það kom mjög vel út. Skemmtilegt og litríkt á veisluborðið.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - gott í matinn.
Innihald:
2 - 3 ferskir maís stönglar (345 g)
50 g ostakubbur frá MS
120 g sýrður rjómi 10%
1 paprika (185 g)
1 hvítlauksrif
safi úr einni límónu ásamt berkinum
ferskur kóreander eftir smekk
salt, pipar og chillí um 1 tsk af hverju
Þú byrjar á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um 10 mínútur, eftir það er maísinn grillaður í um 12 - 15 mínútur og honum snúið reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist. Maísinn er svo kældur örlítið og skorinn af stilknum. Ostakubburinn og paprikan skorinn í litla bita, hvítlaukurinn pressaður og öllu blandað saman ásamt kóreandernum.
Næring í 100 gr
Kolvetni: 9.7 g
Prótein: 3.8 g
Fita: 4 g
Trefjar: 1 g
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comentários