Kotasælublandan þarf bara að eiga sína eigin færslu hérna á síðunni minni, en ég hafði áður sett uppskriftina inn á síðuna með uppskrift af beyglum. Ég á kotasælublönduna yfirleitt til inni í ísskáp og nota í ýmislegt, á hrökkbrauð, á vefjur eða með mat.

Kotasælublandan:
500 gr kotasæla
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk hvítlaukskrydd eða 1 hvítlauksgeiri.
Kotasælan sett í matvinnsluvél ásamt salti, pipar og hvítlauksdufti eða hvítlauksgeira. Blandað þar til silkimjúkt. Það er líka hægt að leika sér með kryddin og nota það krydd sem er í uppáhaldi hjá þér.

Næring í kotasælublöndunni:
Kolvetni: 3,6 gr
Prótein: 12,8 gr
Fita: 4,4 gr
Trefjar: 0,2 gr
Þú finnur skráninguna af kotasælublöndunni í myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga / Kotasælublandan.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó þennan rétt til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments