top of page

Heimagerður burrata ostur

Burrata ostur er svo góður, gefur matnum þetta extra, punktinn yfir i-ið. Íslenskur burrata ostur er framleiddur af Mjólkursamsölunni, en þar sem eftirspurnin er meiri en framleiðslan ræður við þá ætla ég að sýna ykkur hvernig hægt er að búa til burrata ost á einfaldan hátt heima hjá sér. Hér neðar í færslunni er svo uppskrift af tveimur einföldum réttum sem hægt er að nota burrata ostinn í.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - gott í matinn.

Innihald:

1 mozzarella kúla 120 g

50 ml kaffirjómi

salt


Það er einnig hægt að nota litlu mozzarellakúlurnar sem eru laktósalausar og venjulegan rjóma. Kaffirjóminn er fituminni en matreiðslurjómi en hentar einnig vel í matargerð.


Mozzarella kúlan er rifin niður og rjómanum hellt yfir, saltað og þetta stappað saman með gaffli. Plastfilma sett yfir og geymt í kæli í amk. 30 mínútur. Svo er bara að njóta.


Minn uppáhalds forréttur fær algjörlega þetta extra yfirbragð með heimagerðum burrata osti. Bufftómatar (eða venjulegir) skornir niður og dreift á stóran disk, burrata ostinum dreift yfir ásamt smá niðurskorinni ferskri basilíku, saltað og piprað og ólífuolíu hellt yfir diskinn. Þessi réttur slær alltaf í gegn.


Einföld og gómsæt samloka, snittubrauð skorið í þá lengd sem þú vilt og skorið í tvennt. Grænu pestói smurt á báða helminga og svo er álegginu raðað á samlokuna, 2 - 3 parmaskinkur, niðurskornir tómatar, heimagerður burrata ostur, klettasalat, salt og pipar.

Næring í 100 g af burrata ostinum

Kolvetni: 1.9 g

Prótein: 14.5 g

Fita: 17.7 g

Trefjar: 0 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Heimagerður burrata ostur.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamaggaComments


bottom of page